Kvikmynda og Ljósmyndaverkefni
g-events hefur séð um tökuverkefni fyrir bæði innlenda og erlenda aðila.
Það eru óteljandi hlutir sem þurfa að vera í lagi því ekkert má útaf bregða þegar á hólminn er komið. Þessvegna er gríðarlega mikilvægt að utanumhaldið sé til fyrirmyndar þar sem afraksturinn verður aldrei betri en undirbúningurinn og skipulagið.
Stundum þarf að afla leyfa fyrir tökum, útvega hágæða teymi til að sjá um tökurnar og allt sem viðkemur þeim, eftirvinnsluna, ferja mannskap og búnað o.m.fl. Við getum aðstoðað þig við allt sem viðkemur þinni upptöku eða myndatöku.
Hvort sem það á að taka upp flott efni í ljósmynda- eða kvikmyndaformi þá getum við aðstoðað þig bæði með tökuna sjálfa, leitina að hinni fullkomnu staðsetningu innan- eða utandyra og allt sem þarf til að allt gangi eins og ætlast er til.

